lau 19. ágúst 2017 19:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Árborg á enn von - Stál-úlfur og Drangey með sigra
Árborg er enn á lífi.
Árborg er enn á lífi.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Úr leik hjá Álafossi og Drangey í D-riðli.
Úr leik hjá Álafossi og Drangey í D-riðli.
Mynd: Lárus Wöhler
Nú er öllum leikjum dagsins í 4. deild karla lokið.

C-riðill
Árborg á enn von um að komast í úrslitakeppnina eftir 4-2 sigur gegn Kormáki/Hvöt. Baráttan í C-riðlinum er mjög hörð. Árborg verður að vinna þann leik sem þeir eiga eftir, gegn Hrunamönnum, og treysta á það að Skallgrímur tapi gegn Ými. Ýmir er í bestu stöðunni, en Skallagrímur, Árborg og Léttir eiga líka séns á því að komast áfram.

Kormákur/Hvöt 2 - 4 Árborg
0-1 Arnar Freyr Óskarsson ('3)
1-1 Sigurður Bjarni Aadnegard ('20, víti)
2-1 Pétur Arnar Kárason ('55)
2-2 Daníel Ingi Birgisson ('65)
2-3 Daníel Ingi Birgisson ('82)
2-4 Magnús Helgi Sigurðsson ('91)

D-riðill
KH og Álftanes eru svo gott sem komin í úrslitakeppnina í D-riðlinum. Stál-úlfur á enn veika von eftir sigur á Geisla fyrir norðan, en það þarf mjög mikið að gerast til þess að Stál-úlfur fari áfram í úrslitakeppnina. Drangey vann KB og er núna með 13 stig.

Geisli A. 1 - 2 Stál-úlfur
0-1 Aron Freyr Kristjánsson ('34)
1-1 Bergþór Atli Örvarsson ('62)
1-2 Rui Pedro De Jesus Pereira ('86)
Rautt spjald: Deivydas Leskys, Stál-úlfur ('94)

Drangey 3 - 2 KB
1-0 Eysteinn Bessi Sigmarsson ('35)
1-1 Þórður Einarsson ('53)
2-1 Eysteinn Bessi Sigmarsson ('66)
2-2 Kristján Hermann Þorkelsson ('75)
3-2 Sigurvin Örn Magnússon ('78)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner