lau 19. ágúst 2017 16:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Léttir og Skallagrímur unnu - 27 mörk í tveimur leikjum
Léttir á fínan möguleika.
Léttir á fínan möguleika.
Mynd: Léttir
Jovanovski skoraði þrennu fyrir Skallagrím. Hér er hann í leik með Keflavík fyrir nokkrum árum.
Jovanovski skoraði þrennu fyrir Skallagrím. Hér er hann í leik með Keflavík fyrir nokkrum árum.
Mynd: Fótbolti.net - Davíð Örn Óskarsson
Það var blásið til markaveislu í þeim tveimur leikjum sem búnir eru í 4. deild karla í dag.

C-riðill
Í C-riðli eiga fjögur lið tölfræðilegan möguleika á því að komast áfram, Ýmir, Skallagrímur, Léttir og Árborg. Ýmir er í góðum málum, þeir eiga tvo leiki eftir og eru með jafnmörg stig og Skallagrímur, sem á núna einn leik eftir. Ýmir er með miklu betri markatölu en bæði Léttir og Skallagrímur, þrátt fyrir að Léttir og Skallagrímur hafi unnið stórsigra í dag. Skallagrímur vann 9-3 gegn Hrunamönnum og Léttir hafði betur gegn Úlfunum, 10-5. Hreint út sagt ótrúlegir leikir!

Árborg er þessa stundina að spila gegn Kormáki/Hvöt. Takist Árborg að vinna þann leik eiga þeir enn möguleika.

Hrunamenn 3 - 9 Skallagrímur
0-1 Guðni Albert Kristjánsson ('5)
0-2 Brynjar Snær Pálsson ('12)
0-3 Goran Jovanovski ('20)
0-4 Guðni Albert Kristjánsson ('25)
1-4 Hafsteinn Einarsson ('27)
2-4 Hafþór Ingi Ragnarsson ('32)
2-5 Viktor Ingi Jakobsson ('36)
2-6 Goran Jovanovski ('58)
3-6 Hafþór Ingi Ragnarsson ('59)
3-7 Viktor Ingi Jakobsson ('65)
3-8 Goran Jovanovski ('72)
3-9 Viktor Már Jónasson ('81)

Úlfarnir 5 - 10 Léttir
0-1 Hafliði Hafliðason ('13)
0-2 Andri Magnús Eysteinsson ('34)
0-3 Andri Magnús Eysteinsson ('36)
0-4 Viktor Ingi Kristjánsson ('39)
1-4 Magnús Þórðarson ('41)
2-4 Steinar Haraldsson ('48)
2-5 Ari Viðarsson ('49)
3-5 Steinar Haraldsson ('58)
3-6 Ari Viðarsson ('59)
3-7 Jón Ágúst Engilbertsson ('67)
3-8 Brynjar Örn Sigurðsson ('71)
4-8 Steinar Haraldsson ('77)
4-9 Andri Magnús Eysteinsson ('83)
4-10 Kristján Ari Halldórsson ('90)
5-10 Már Ægisson ('90)

Toppbaráttan í C-riðli:
1. Ýmir, tveir leikir eftir, 29 stig og 59+ í markatölu
2. Skallagrímur, einn leikur eftir, 29 stig og 37+ í markatölu
3. Léttir, einn leikur eftir, 26 stig og 36+ í markatölu

Skallagrímur mætir Ými í lokaleik sínum á meðan Léttir mætir Kormáki/Hvöt næsta laugardag.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner