Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 19. ágúst 2017 18:36
Stefnir Stefánsson
Albert Brynjar: Gott að sýna karakter og halda áfram
Albert Brynjar skoraði þrennu í dag
Albert Brynjar skoraði þrennu í dag
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Albert Brynjar Ingason, framherji Fylkis, gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu þegar að Fylkir sigraði Leikni frá Fáskrúðsfirði með fjórum mörkum gegn einu í Árbænum í dag.

Hann var að vonum gríðarlega ánægður með frammistöðu sína sem og liðsins í heild sinni í dag.

„Ég er virkilega ánægður með mína frammistöðu og bara liðsins í heild sinni. Þetta var frábær leikur fannst mér bara frá fyrstu mínútu. Það var smá skellur að fá jöfnunarmark á sig en að sama skapi gott að sýna karakter og halda áfram" sagði Albert Brynjar en Leiknir Fáskrúðsfirði jafnaði leikinn stuttu eftir að Fylkir höfðu tekið forystu. Það tók Fylki þó ekki nema nokkrar mínútur að taka forystuna á ný.

„Það hefði verið létt að fara að hengja haus, sérstaklega útaf síðustu úrslitum, síðustu tveir leikir hafa verið frekar daprir hjá okkur og það hefði verið létt að fara að falla í sama far og í þeim leikjum. En við tókum góða æfingaviku þar sem við fórum yfir hlutina, ákváðum að njóta okkar og halda áfram sama hvað kæmi upp á og það gerðum við."

Albert Brynjar skoraði þrennu í leiknum og er hann nú kominn með tíu mörk í deildinni og er nú einungis tveimur mörkum frá markahæstu mönnum deildarinnar þeim Björgvini Stefánssyni, framherja Hauka og Jeppe Hansen framherja Keflavíkur. Aðspurður að því hvort hann setti stefnuna á að verða markakóngur deildarinnar sagði Albert,
„Jájá maður verður að gera það, maður verður alltaf að reyna sitt besta, það er það besta sem er í boði, ég reyni það."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner