lau 19. ágúst 2017 17:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bilic um rauða spjaldið: Fer ekki út fyrir búningsklefann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Slaven Bilic var heitt í hamsi eftir 3-2 tap West Ham gegn dýrlingunum í Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Marko Arnautovic, leikmaður West Ham, fékk rautt spjald eftir 33 mínútur og leikurinn var erfiður fyrir West Ham eftir það. Þeir lentu fljótlega 2-0 undir, en sýndu karakter og náðu að jafna einum færri.

Vinnan sem West Ham lagði í leikinn fór svo út um þúfur í uppbótartíman þegar Southampton fékk víti sem þeir skoruðu úr.

„Það er svekkjandi að tapa þessum leik svona," sagði Bilic þegar hann ræddi við fréttamenn eftir þetta svekkjandi tap.

„Það er engin ástæða fyrir mig að tala um vítaspyrnuna. Ég er stoltur af mínu liði, þeir gerðu allt sem ég bað þá um. Við sýndum gæði, karakter, liðsanda og gáfumst aldrei upp."

Bilic var síðan spurður út í rauða spjaldið.

„Þetta var mikið áfall vegna þess að við þurftum að spila 10 gegn 11 stærsta hluta af leiknum. Við höfum talað um þetta allt saman, en það mun ekki fara út fyrir búningsklefann."

Smelltu hér til að sjá fyrir hvað Arnautovic fékk rautt spjald
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner