Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. ágúst 2017 17:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Charlie Austin: Þetta var 50/50 vítaspyrna
Austin skoraði sigurmark Southampton í uppbótartíma.
Austin skoraði sigurmark Southampton í uppbótartíma.
Mynd: Getty Images
Southampton og West Ham áttust við í skemmtilegum leik í ensku úrvalsdeildinni. Dýrlingarnir höfðu betur 3-2.

Southampton spilaði með einum fleiri frá 33. mínútu, en þá var Marko Arnautovic rekinn af velli. Southampton komst í 2-0 stuttu eftir rauða spjaldið, en West Ham sýndi karkater og náði að jafna. Það var ekki nóg fyrir West Ham því Southampton fékk vítaspyrnu í uppbótartíma og úr henni skoraði sóknarmaðurinn Charlie Austin.

„Frábær fyrsti sigur á þessu tímabili," sagði Charlie Austin, hetja Southampton, við blaðamenn eftir sigurinn. „Við lögðum mikla vinnu á okkur fyrir þessi úrslit."

Austin var síðan spurður út í vítaspyrnudóminn.

„Ég veit ekki hvort þetta var vítaspyrna eða ekki. Þetta var 50/50, frábært fyrir okkur en ég hefði ekki verið ánægður ef hann hefði dæmt svona vítaspyrnu gegn okkur."
Athugasemdir
banner
banner