lau 19. ágúst 2017 17:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chicharito: Mér fannst þetta ekki vera rautt spjald
Chicharito ræðir hér við dómarann.
Chicharito ræðir hér við dómarann.
Mynd: Getty Images
„Þessi vítaspyrnudómur var harður, sérstaklega þegar þú ert búinn að hlaupa allan leikinn 10 á móti 11," sagði Javier Hernandez, Chicharito, eftir 3-2 tap gegn Southampton í dag.

Chicharito opnaði markareiking sinn eftir endurkomuna í ensku úrvaldeildina. Hann skoraði mörk í dag.

West Ham lenti 2-0 og þrátt fyrir að vera manni færri frá 33. mínútu náðu þeir að jafna í 2-2, en á 90. mínútu dæmdi dómarinn vítaspyrnu og úr henni skoraði sóknarmaðurinn Charlie Austin.

Chicharito var skiljanlega svekktur eftir leikinn.

„Við sýndum karakter með því að gefast ekki upp. Við verðum að taka það jákvæða úr þessum leik og halda áfram. Ég er ánægður með að hafa skorað tvö, en ég hugsa bara um úrslitin."

Hann var spurður út í rauða spjaldið.

„Mér fannst þetta ekki vera rautt spjald."

Smelltu hér til að sjá fyrir hvað Arnautovic fékk rautt spjald
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner