Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 19. ágúst 2017 14:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Clement: Þurfum meiri gæði inn í hópinn
Mynd: Getty Images
„Á endanum færðu alltaf það sem þú átt skilið, en mér finnst lokatölurnar ekki gefa rétta mynd af leiknum," sagði Paul Clement, stjóri Swansea, eftir 4-0 tap gegn Manchester United.

„Staðan var 1-0 eftir 79 mínútur. Ég setti leikmenn inn á í sóknarleikinn, en við lendum í vandræðum varnarlega og vorum berskjaldaðir í stöðunni 2-0. Þú verður að hafa trú á því að þú sért inn í leiknum, en við gerðum mistök og spiluðum upp á þeirra styrkleika. Þeir voru hættulegir og refsuðu okkur."

Gylfi Þór Sigurðsson var seldur frá Swansea í vikunni og það er ljóst að Clement og hans teymi þarf að versla áður en glugginn lokar.

„Við viljum gera eitthvað áður en glugginn lokar og það er ljóst að við þurfum að fá meiri gæði inn í hópinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner