Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 19. ágúst 2017 17:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dyche: Stundum er fótboltinn ósanngjarn
Mynd: Getty Images
„Stundum er fótbolti ósanngjarn og mér fannst hann vera það í dag," sagði Sean Dyche, stjóri Burnley, eftir 1-0 tap í hörkuleik gegn West Brom í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Hal Robson-Kanu skoraði eina markið í leiknum þegar tæpar 20 mínútur voru til leiksloka.

„Við spiluðum mjög vel og sköpuðum nægilega mikið af færum til þess að fá eitthvað út úr þessum leik."

„Ég er ekki sáttur með úrslitin í dag, en ég er sáttur með frammistöðuna," sagði Dyche enn fremur.

Dyche var síðan spurður út í sóknarmanninn Chris Wood, sem spilar ekki með Leeds í kvöld. Wood hefur verið orðaður við Burnley.

„Við höfum verið orðaðir við marga leikmenn. Við erum enn að leita á markaðnum. Við munum sjá til."

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði tæpar 80 mínútur með Burnley í dag, en hann hefur byrjað báða leiki Burnley hingað til.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner