Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 19. ágúst 2017 15:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Fyrsti sigur Liverpool - Chicharito með tvö
Mynd: Getty Images
Velkominn aftur í enska boltann.
Velkominn aftur í enska boltann.
Mynd: Getty Images
Liverpool vann sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þeir fengu Frank de Boer og hans menn í Crystal Palace í heimsókn.

Það gekk erfiðlega fyrir Liverpool að brjóta niður Palace, en það tókst loksins á 73. mínútu. Þá skoraði Sadio Mane og út braust mikill fögnuður á Anfield-leikvanginum í Liverpool.

Liverpool hélt út og þeir gátu fagnað sigri í leikslok.

Flottur sigur hjá Liverpool, sérstaklega þar sem Jurgen Klopp stokkaði mikið upp í liðinu. Liverpool er með fjögur stig eftir tvo leiki, en tímabilið fer ekki vel af stað hjá Palace sem er án stiga.

Chicharito er mættur aftur í ensku úrvalsdeildina! Hann sýndi sig og sannaði í 3-2 tapi West Ham gegn Southampton.

Chicharito sást ekki mikið gegn Manchester United í fyrsta leik tímabilsins, en í dag átti hann góðan leik. Hann hjálpaði tíu leikmönnum West Ham að koma til baka gegn Southampton, en það var ekki nóg. Southampton skoraði úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Chicharito skoraði bæði mörk Lundúnarliðsins í leiknum.

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði tæpar 80 mínútur í 1-0 tapi Burnley gegn West Brom á heimavelli. Burnley vann sinn fyrsta leik gegn meisturunum í Chelsea og því svekkjandi úrslit fyrir Burnley.

Þá vann Watford 2-0 sigur á Bournemouth, en Bournemouth er án stiga eftir tvo leiki, rétt eins og Crystal Palace og Brighton, sem tapaði gegn Leicester á útivelli. Okazaki og Maguire með mörkin þar.

Bournemouth 0 - 2 Watford
0-1 Richarlison ('73 )
0-2 Etienne Capoue ('86 )

Burnley 0 - 1 West Brom
0-1 Hal Robson-Kanu ('71 )
Rautt spjald:Hal Robson-Kanu, West Brom ('83)

Leicester City 2 - 0 Brighton
1-0 Shinji Okazaki ('1 )
2-0 Harry Maguire ('54 )

Liverpool 1 - 0 Crystal Palace
1-0 Sadio Mane ('73 )

Southampton 3 - 2 West Ham
1-0 Manolo Gabbiadini ('11 )
2-0 Dusan Tadic ('38 , víti)
2-1 Javier Hernandez ('44 )
2-2 Javier Hernandez ('74 )
3-2 Charlie Austin ('90 , víti)
Rautt spjald:Marko Arnautovic, West Ham ('33)

Leikur Stoke City og Arsenal hefst 16:30!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner