Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 19. ágúst 2017 13:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Man Utd setti í fluggír og valtaði yfir Swansea
Mynd: Getty Images
Lukaku fer vel af stað.
Lukaku fer vel af stað.
Mynd: Getty Images
Swansea 0 - 4 Manchester Utd
0-1 Eric Bailly ('46 )
0-2 Romelu Lukaku ('80 )
0-3 Paul Pogba ('82 )
0-4 Anthony Martial ('84 )

Manchester United hefur þetta tímabil í ensku úrvalsdeildinni af gríðarlegum krafti. Eftir 4-0 sigur á West Ham í fyrsta leik ferðuðust rauðu djöflarnir til Wales í dag og mættu þar Swansea.

Swansea missti í vikunni Gylfa Þór Sigurðsson til Everton fyrir 45 milljónir punda, en það er ljóst eftir þennan leik að þeir þurfa að eyða þeim peningi, sem þeir fengu fyrir Gylfa, mjög vel.

United komst yfir í leiknum rétt fyrir leikhlé. Eftir hornspyrnu átti Paul Pogba hörkuskalla sem Fabianski í marki Swansea náði að verja, en Eric Bailly var fljótur að hugsa og hann skoraði fyrsta markið.

Staðan var 1-0 alveg fram á 80. mínútu. Þá setti United í fluggír og þeir keyrðu yfir Swansea. Lukaku skoraði sitt þriðja mark í deildinni áður en Paul Pogba og Anthony Martial bættu við mörkum. Þetta var nánast sama uppskrift frá West Ham leiknum um síðustu helgi, en þá skoraði Lukaku tvö. Martial og Pogba skoruðu líka í þeim leik.

Lokatölur voru 4-0 fyrir Man Utd og stuðningsmenn þeirra geta verið býsna kátir yfir þessari byrjun á tímabilinu. Sex stig í fyrstu tveimur leikjunum og markatalan 8:0. Swansea er með eitt stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner