lau 19. ágúst 2017 16:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inkasso: Mikilvægur sigur Fylkis - Toppbaráttan rosaleg
Albert átti þrusuleik.
Albert átti þrusuleik.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkir 4 - 1 Leiknir F.
1-0 Andrés Már Jóhannesson ('22)
1-1 Hilmar Freyr Bjartþórsson ('26)
2-1 Albert Brynjar Ingason ('29)
3-1 Albert Brynjar Ingason ('34)
4-1 Albert Brynjar Ingason ('74)
Lestu nánar um leikinn

Fylkir vann mikilvægan sigur á Leikni F. í Inkasso-deildinni í dag. Það þarf eitthvað mikið til þess að Leiknismenn haldi sér í deildinni.

Árbæingar eru í aðeins betri málum en Leiknir. Leikurinn í dag var þannig að Fylkir komst yfir, Leiknir jafnaði og síðan tók Albert Brynajr Ingason, sóknarmaður Fylkis, málin í sínar hendur.

Albert kom Fylki í 2-1, hann bætti síðan við öðru marki sínu og fullkomnaði þrennuna þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir.

Lokatölur voru 4-1 fyrir Fylki og þetta var, eins og áður segir, mikilvægur sigur fyrir þá. Þeir eru í öðru sæti með 33 stig, einu stigi á eftir Keflavík, sem tapaði gegn Haukum í gær. Þróttur R. er líka með 33 stig og Haukar eru með 30 stig. Síðan koma Þór og HK þar á eftir 27 stig. Toppbaráttan er mjög spennandi þegar fimm leikir eru eftir.

Fallbaráttan er ekki eins spennandi, Grótta og Leiknir F. eru á leið niður. Það bendir allt til þess núna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner