lau 19. ágúst 2017 11:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool var mjög nálægt því að kaupa Van Dijk
Mynd: Getty Images
Liverpool var mjög nálægt því að kaupa hollenska varnarmanninn Virgil van Dijk í sumar áður en allt fór í háaloft, en þetta kemur fram í frétt sem enska götublaðið Mirror birtir hjá sér í dag.

Liverpool hafði mikinn áhuga á Van Dijk í byrjun júní, en sá áhugi hvarf á býsna skömmum tíma.

Southampton hótaði að leggja fram kvörtun til ensku úrvalsdeildarinnar, en samkvæmt breskum fjölmiðlum ræddi Liverpool ólöglega við van Dijk.

Liverpool sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem þeir báðust afsökunar á þessari mislukkuðu tilraun.

Mirror birtir í dag frétt þar sem þeir vitna í Daily Star. Þar segir að Liverpool hafi verið mjög nálægt því að fá Van Dijk í júní. Van Dijk hefur síðan þá beðið um sölu frá Southampton, en það er ljóst að Liverpool hefði ekkert á móti því að hafa hann í vörn sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner