Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 19. ágúst 2017 13:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lukaku sá fimmti sem skorar í fyrstu tveimur leikjum sínum
Lukaku er mikill markaskorari.
Lukaku er mikill markaskorari.
Mynd: Getty Images
Manchester United vann 4-0 sigur á Swansea í ensku úrvalsdeildinni í dag. United leiddi 1-0 í hálfleik, en þeir keyrðu yfir Swansea á síðustu 10 mínútunum og unnu að lokum frábæran 4-0 sigur.

Eric Bailly skoraði fyrsta markið þegar hann potaði boltanum inn eftir hornspyrnu, en það var hans fyrsta mark á ferlinum.

Romelu Lukaku setti annað markið og síðan skoruðu Pau Pogba og Anthony Martial. Þessir þrír, Lukaku, Martial og Pogba, sáu líka um að skora mörkin í síðasta leik gegn West Ham, er United vann 4-0.

Lukaku kom til United frá Everton fyrir tímabilið og hann hefur farið vel af stað. Hann skoraði tvö í fyrsta leik og var með eitt í dag.

Hann er fimmti leikmaður Manchester United sem skorar í fyrstu tveimur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Hinir fjórir eru Zlatan Ibrahimovic, Anthony Martial, Federico Macheda og Louis Saha.



Athugasemdir
banner
banner