Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. ágúst 2017 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Memphis: Ég fullorðnaðist hjá Man Utd
Memphis í leik með Manchester United.
Memphis í leik með Manchester United.
Mynd: Getty Images
Memphis Depay átti erfitt uppdráttar hjá Manchester United.

Memphis fór til United frá PSV í Hollandi fyrir 30 milljónir evrur árið 2015 voru stuðningsmenn Man Utd flestir mjög spenntir fyrir honum. Hann stóðst hins vegar ekki þær væntingar sem gerðar voru til hans og á endanum var hann seldur til Lyon í Frakklandi.

Í viðtali við ESPN ræðir hann dvölina á Englandi. Hann segist hafa fullorðnast í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég gerði ekki mikið á mínu fyrsta tímabili, en ég trúi því að þú þarft ár til að ná árangri í ensku úrvalsdeildinni, þetta er hraðasta deild í heimi," sagði Memphis við ESPN.

„Á öðru tímabili mínu fékk ég trúna á sjálfum mér aftur, en ég fékk ekki að spila. Þá líturðu í spegil og spyrð sjálfan þig spurninga: Er ég er ekki nægilega góður? Þetta var mjög erfitt. Til þess að vera jákvæður, þá þarftu að vera sterkur andlega. Ég fullorðnaðist við þessa reynslu og ég er betri leikmaður fyrir vikið."
Athugasemdir
banner
banner