lau 19. ágúst 2017 12:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Haukar léku eftir umdeilt fagn Eyjamanna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar unnu í gær sigur á Keflavík í hreint út sagt mögnuðum fótboltaleik á Gaman Ferða vellinum í Hafnarfirði.

Haukar höfðu betur, 4-2, eftir að hafa lent 2-0 undir í byrjun seinni hálfleiksins. Þá skoraði Jeppe Hansen úr vítaspyrnu. Eftir það tóku Haukarnir sig saman í andlitinu og unnu að lokum 4-2 sigur.

Leikurinn var heilt yfir mögnuð skemmtun og áhorfendur sem mættu á leikinn fengu fullt fyrir peninginn.

Sjá einnig:
Skýrslan: Stanslaust fjör á Gaman Ferða vellinum

Haukar fögnuðu fjórða marki sínu á athyglisverðan hátt. Það minnti mjög mikið á fagnið sem leikmenn ÍBV tóku á dögunum.

Sjón er sögu ríkari, en hér að neðan er myndband.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner