Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. ágúst 2017 15:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Gunnhildur skoraði í endurkomu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna-Bjornar 2 - 3 Vålerenga
1-0 E. Nahi ('1)
2-0 E. Nahi ('4)
2-1 A. Olsen ('34)
2-2 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('63)
2-3 E. Krieghoff ('90)
Rautt spjald: E. Nautnes, Arna-Bjornar ('51)

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í norska liðinu Vålerenga fara glaðar heim eftir útileik gegn Arna-Bjornar.

Vålerenga byrjaði leikinn skelfilega og eftir fjórar mínútur var staðan orðin 2-0 fyrir Arna-Bjornar.

Vålerenga náði að minnka muninn fyrir hlé og í seinni hálfleiknum gerðust hlutirnir.

Í upphafi seinni hálfleiksins missti Arna-Bjornar mann af velli og Vålerenga refsaði. Landliðskonan Gunnhildur Yrsa jafnaði og sigurmark Vålrenga kom undir lokin.

Frábær sigur fyrir Vålerenga, sem er um miðja deild. Gunnhildur Yrsa er fyrirliði Vålerenga þrátt fyrir að hafa komið til liðsins fyrir þetta tímabil. Hún var fljót að hrifsa bandið til sín.
Athugasemdir
banner