Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. ágúst 2017 15:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Sigur í fyrsta leik Glódísar með Rosengård
Glódís er lykilmaður í íslenska landsliðinu.
Glódís er lykilmaður í íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsmiðvörðurinn, spilaði í dag sinn fyrsta leik fyrir sænska stórliðið Rosengård.

Glódís skipti yfir til Rosengård stuttu áður en Evrópumótið hófst.

Fyrsti leikur hennar með nýja liðinu var í dag gegn hennar gamla liði, Eskilstuna. Væntanlega mjög áhugaverður og skemmtilegur leikur fyrir hana að spila.

Glódís stóð sína plikt í vörninni. Hún spilaði allan leikinn í 1-0 sigri. Flott byrjun á hennar ferli með Rosengård, sem er öðru sæti úrvalsdeildarinnar í Svíþjóð í augnablikinu.

Þetta var ekki eini leikurinn í sænsku úrvalsdeildinni í dag þar sem Íslendingar komu við sögu. Kristianstad og Djurgården mættust.

Sif Atladóttir spilaði í vörn Kristianstad og þjálfari liðsins er Elísabet Gunnarsdóttir. Með Djurgården spila tvær landsliðskonur, þær Guðbjörg Gunnarsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir.

Í dag var Djurgården sem hafði betur, 2-1. Djurgården er í fjórða sæti á meðan Kristianstad er í sjöunda sæti deildarinnar.

Kristianstad 1 - 2 Djurgården
1-0 A. Nilsson ('16)
1-1 K. Schmidt ('20)
1-2 M. Jalkerud ('90)

Rosengård 1 - 0 Eskilstuna
1-0 A. Mittag ('41)
Athugasemdir
banner
banner