Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. ágúst 2017 15:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Auðvelt hjá Dortmund - Alfreð og Aron spiluðu
Dortmund fer vel af stað.
Dortmund fer vel af stað.
Mynd: Getty Images
Alfreð spilaði allan leikinn með Augsburg.
Alfreð spilaði allan leikinn með Augsburg.
Mynd: Getty Images
Aron Jó fékk nokkrar mínútur.
Aron Jó fékk nokkrar mínútur.
Mynd: Getty Images
Þýska úrvalsdeildin hófst í gær með leik Bayern München og Bayer Leverkusen. Núna voru að klárast fimm leikir í deildinni.

Borussia Dortmund heimsótti Wolfsburg í sínum fyrsta leik, en það búast flestir við baráttu milli Bayern og Dortmund um titilinn.

Það er óhætt að segja að Dortmund byrji þetta tímabil af krafti. Hinn efnilegi Christian Pulisic skoraði fyrsta markið í dag. Pulisic byrjaði leikinn í fjarveru Ousmane Dembele, sem vill fara til Barcelona. Fimm mínútum eftir mark Pulisic bætti Marc Bartra við öðru marki og þegar stundarfjórðungur var búinn af seinni hálfleiknum gerði markamaskína Pierre-Emerick Aubameyang út um þennan leik.

Lokatölur 3-0 fyrir Dortmund, sem byrjar vel undir stjórn Peter Bosz. Wolfsburg átti vonbrigðartímabil á síðasta tímabili, en það verður spennandi að sjá hvað þeir gera eftir þetta tap.

Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði Augsburg í dag og spilaði allan leikinn í 1-0 tapi gegn Hamburger SV. Ekki góð byrjun hjá Augsburg, en sparkspekingar spá þeim fallbaráttu á tímabilinu.

Hoffenheim vann Werder Bremen, en Aron Jóhannsson spilaði síðustu mínúturnar í þeim leik. Hertha lagði nýliða Stuttgart og Hannover sótti þrjú stig á erfiðan útivöll.

Hér að neðan eru úrslit og markaskorarar úr leikjunum fimm.

Hoffenheim 1 - 0 Werder
1-0 Andrej Kramaric ('84 )

Hertha 2 - 0 Stuttgart
1-0 Matthew Leckie ('46 )
2-0 Matthew Leckie ('62 )

Hamburger 1 - 0 Augsburg
1-0 Nicolai Muller ('8 )

Mainz 0 - 1 Hannover
0-1 Martin Harnik ('73 )

Wolfsburg 0 - 3 Borussia D.
0-1 Christian Pulisic ('22 )
0-2 Marc Bartra ('27 )
0-3 Pierre Emerick Aubameyang ('60 )

Leikur Schalke og RB Leipzig hefst 16:30.

Sjá einnig:
Er þynnka í Bæjurum (upphitun)
Athugasemdir
banner
banner