Árni Vilhjálmsson var maður leiksins þegar Breiðablik vann 3-0 sigur á KR. Árni segir að menn hafi ekki verið að hugsa um þá gagnrýni sem hefur verið á liðinu.
„Fyrst og fremst vorum við að hugsa um að spila vel, við gerðum það í dag og erum ánægðir með þessi þrjú stig," sagði Árni eftir leikinn en hann og Ellert Hreinsson náðu saman í kvöld.
„Fyrst og fremst vorum við að hugsa um að spila vel, við gerðum það í dag og erum ánægðir með þessi þrjú stig," sagði Árni eftir leikinn en hann og Ellert Hreinsson náðu saman í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 0 KR
„Við þekkjum hvorn annan mjög vel og erum góðir félagar. Það hefur aldrei verið neitt vandamál að við kunnum ekki á hvorn annan."
„Markmiðið var að reyna að vinna þessa leiki sem eftir eru og vona að Stjarnan eða FH misstigi sig. Annars komumst við ekki í þetta þriðja sæti. Nú er það bara næsti leikur sem er strax á sunnudaginn."
Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir