Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   fim 19. september 2013 19:21
Elvar Geir Magnússon
Ólafur Kristjánsson: Mönnum líður vel í þessu kerfi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var að sjálfsögðu ánægður með sína menn eftir 3-0 sigur gegn KR. Má segja að hans menn hafi verið að svara gagnrýnisröddum?

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 KR

„Ég vona að það sé enginn með óbragð í munninum. Við gagnrýnum hvern annan innan frá og það sem er sagt fyrir utan liðið kemur okkur ekki við," sagði Ólafur en hans lið spilaði 3-5-2 leikkerfi í kvöld.

„Stundum þarf að grípa til einhvers sem er öðruvísi. Þetta er reyndar keimlíkt því sem við spiluðum í Evrópukeppninni í sumar. Mönnum líður vel í þessu. Þetta skapar ákveðið öryggi og gefur breidd. Ég er ánægður með hvernig þetta spilaðist,"

Árni Vilhjálmsson var maður leiksins. Skoraði eitt og lagði annað upp.

„Mér fannst frammistaða hans virkilega góð. Hann hefur verið góður í sumar. Komið sér í færi og skorað mörk. Aðalmálið hjá Árna er að núllstilla sig eftir þennan leik og vera klár í þann næsta," sagði Ólafur. Ætti Árni að vera í U21-landsliðinu?

„Ég vel ekki U21-landsliðið. Ef hann kemur með svona frammistöðu í hverjum einasta leik ætti hann að eiga möguleika á að komast í hópinn."

Breiðablik á enn möguleika á Evrópusæti en til að halda vonunum á lífi þarf liðið sigur gegn Stjörnunni á sunnudag.

„Þessi sigur telur ekkert ef við komum ekki með frammistöðu á sunnudaginn. Þessi sigur gefur okkur líflínu. Það hefði verið fúlt að vera búinn með mótið núna."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner