Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 19. september 2013 19:21
Elvar Geir Magnússon
Ólafur Kristjánsson: Mönnum líður vel í þessu kerfi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var að sjálfsögðu ánægður með sína menn eftir 3-0 sigur gegn KR. Má segja að hans menn hafi verið að svara gagnrýnisröddum?

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 KR

„Ég vona að það sé enginn með óbragð í munninum. Við gagnrýnum hvern annan innan frá og það sem er sagt fyrir utan liðið kemur okkur ekki við," sagði Ólafur en hans lið spilaði 3-5-2 leikkerfi í kvöld.

„Stundum þarf að grípa til einhvers sem er öðruvísi. Þetta er reyndar keimlíkt því sem við spiluðum í Evrópukeppninni í sumar. Mönnum líður vel í þessu. Þetta skapar ákveðið öryggi og gefur breidd. Ég er ánægður með hvernig þetta spilaðist,"

Árni Vilhjálmsson var maður leiksins. Skoraði eitt og lagði annað upp.

„Mér fannst frammistaða hans virkilega góð. Hann hefur verið góður í sumar. Komið sér í færi og skorað mörk. Aðalmálið hjá Árna er að núllstilla sig eftir þennan leik og vera klár í þann næsta," sagði Ólafur. Ætti Árni að vera í U21-landsliðinu?

„Ég vel ekki U21-landsliðið. Ef hann kemur með svona frammistöðu í hverjum einasta leik ætti hann að eiga möguleika á að komast í hópinn."

Breiðablik á enn möguleika á Evrópusæti en til að halda vonunum á lífi þarf liðið sigur gegn Stjörnunni á sunnudag.

„Þessi sigur telur ekkert ef við komum ekki með frammistöðu á sunnudaginn. Þessi sigur gefur okkur líflínu. Það hefði verið fúlt að vera búinn með mótið núna."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner