Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
   fim 19. september 2013 16:31
Magnús Már Einarsson
Heimild: Heimasíða KSÍ 
U19 ára landsliðið tapaði gegn Norðmönnum
Ásgeir Sigurgeirsson skoraði í öðrum leiknum í röð á mótinu.
Ásgeir Sigurgeirsson skoraði í öðrum leiknum í röð á mótinu.
Mynd: 640.is - Hafþór Hreiðarsson
U19 ára landslið Íslands tapaði 2-1 gegn Norðmönnum á Svíþjóðarmótinu í dag en þetta var annar leikur liðsins á mótinu.

Eftir jafnan fyrri hálfleik var það íslenska liðið sem náði forystunni á lokamínútu hálfleiksins. Fyrirliðinn, Samúel Kári Friðjónsson, tók langt innkast og Ásgeir Sigurgeirsson leikmaður Völsungs var fyrstur að átta sig og kom boltanum í netið.

Norðmenn höfðu svo undirtökin í síðari hálfleik, jöfnuðu metin á 58. mínútu og komust svo yfir átta mínútum síðar og reyndist það sigurmarkið.

Lokaleikur Íslands er svo gegn heimamönnum í Svíþjóð á laugardaginn en Svíar leika gegn Slóvakíu í kvöld. Norðmenn hafa unnið báða sína leiki til þessa á mótinu.

Byrjunarlið Íslands:
Hlynur Örn Hlöðversson (Breiðablik)
Bjarki Þór Hilmarsson (Breiðablik)
Samúel Kári Friðjónsson (Reading)
Gauti Gautason (KA)
Alexander Helgi Sigurðarson (AZ Alkmaar)
Ásgeir Sigurgeirsson (Völsungur)
Max Odin Eggertsson (Halmstad)
Kristinn Skæringur Sigurjónsson (ÍBV)
Sindri Pálmason (Selfoss)
Kári Pétursson (Stjarnan)
Magnús Pétur Bjarnason (Fjölnir)
Athugasemdir
banner