fös 19. september 2014 10:30
Magnús Már Einarsson
Daniel Sturridge gæti náð nágrannaslagnum
Sturridge skorar í fyrstu umferð gegn Southampton.
Sturridge skorar í fyrstu umferð gegn Southampton.
Mynd: Getty Images
Daniel Sturridge gæti snúið aftur í lið Liverpool í grannaslagnum gegn Everton eftir rúma viku.

Sturridge er byrjaður að æfa sjálfur eftir að hafa meiðst á læri í landsliðsverkefni með Englendingum fyrr í mánuðinum.

,,Daniel gengur vel og hann er byrjaður að gera æfingar. Hann ætti vonandi ag geta æft með liðinu á einhverjum tímapunkti í næstu viku og hann á möguleika fyrir grannaslaginn," sagði Brendan Rodgers stjóri Liverpool.

,,Við viljum ekki að hann drífi sig til baka fyrir einn leik. Ég vil ekki láta hann snúa aftur nema hann sé klár."

Rodgers greindi einnig frá því að Joe Allen verði frá keppni í nokkrar vikur vegna meiðsla á hné en hins vegar styttist í að Glen Johnson snúi aftur eftir meiðsli.
Athugasemdir
banner
banner
banner