Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 19. september 2014 13:00
Elvar Geir Magnússon
Danny Murphy til í að vera stjóri Fulham
Danny Murphy er fyrrum leikmaður Fulham.
Danny Murphy er fyrrum leikmaður Fulham.
Mynd: Getty Images
Danny Murphy, fyrrum miðjumaður Fulham, segist vera til í að taka við knattspyrnustjórastöðunni á Craven Cottage.

Felix Magath var rekinn með skít og skömm í gær en Fulham vermir botnsæti Championship-deildarinnar eftir sjö leiki en liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

„Mér þykir afskaplega vænt um félagið og hef verið með þá þrá að taka virkan þátt í því sem þar er í gangi," sagði hinn 37 ára Murphy.

„Ég hef alltaf sagt að ég vil fara aftur til Fulham á einhverjum tímapunktu. Ef þeir vilja ræða við mig þá er ég opinn fyrir því að fara í viðræður."

Þjálfari U21-liðs Fulham, Kit Symons, hefur verið ráðinn stjóri til bráðabirgða eftir að Magath var rekinn.

Magath varð á síðasta tímabili þriðji stjóri liðsins á tímabilinu eftir að Martin Jol og Rene Meulensteen voru látnir fara. Þjóðverjanum mistókst að bjarga liðinu frá falli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner