Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. september 2014 11:32
Magnús Már Einarsson
EM 2020 spilað í þrettán borgum - Úrslitin á Wembley
Úrslitaleikurinn verður á Wembley.
Úrslitaleikurinn verður á Wembley.
Mynd: Getty Images
UEFA hefur tilkynnt hvaða 13 borgir í Evrópu munu halda Evrópumótið árið 2020.

Ákveðið hefur verið að EM 2020 fari fram víðsvegar um Evrópu en meðal annars verður leikið í Kaupmannahöfn í Danmörku.

Undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn sjálfur fara fram á Wembley í Englandi en hér að neðan má sjá borgirnir sem spilað verður í.

Azerbaijan/Baku - Þrír leikir í riðli og 8-liða úrslit
Belgía/Brussel - Þrír leikir í riðli og 16-liða úrslit
Danmörk/Kaupmannahöfn - Þrír leikir og 16-liða úrslit
Þýskaland/Munchen - Þrír leikir í riðli og 8-liða úrslit
Ungverjaland/Búdapest - Þrír leikir í riðli og 16-liða úrslit
Ítalía/Róm - Þrír leikir í riðli og 8-liða úrslit
Holland/Amsterdam - Þrír leikir í riðli og 8-liða úrslit
Írland/Dublin - Þrír leikir í riðli og 16-liða úrslit
Rúmenía/Búkarest - Þrír leikir í riðli og 16-liða úrslit
Rússland/St. Pétursborg - Þrír leikir í riðli og 8-liða úrslit
Skotland/Glasgow - Þrír leikir í riðli og 16-liða úrslit
Spánn/Bilbao - Þrír leikir í riðli og 16-liða úrslit
Athugasemdir
banner
banner