Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. september 2014 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England um helgina - Man City fær Chelsea í heimsókn
Cesc Fábregas hefur farið vel af stað með þeim bláklæddu.
Cesc Fábregas hefur farið vel af stað með þeim bláklæddu.
Mynd: Getty Images
Agüero og félagar taka á móti Chelsea á sunnudeginum.
Agüero og félagar taka á móti Chelsea á sunnudeginum.
Mynd: Getty Images
Það er heil umferð á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni um helgina þar sem einn stærsti leikur tímabilsins verður á Etihad leikvanginum á sunnudaginn.

Boltinn byrjar að rúlla rétt fyrir hádegi þegar QPR tekur á móti Stoke City. Fjórir leikir hefjast klukkan 14:00 þar sem Arsenal heimsækir Aston Villa á meðan Gylfi Þór Sigurðsson og félagar mæta Southampton.

Lokaleikur laugardagsins verður á Boleyn leikvanginum í Upton Park þar sem Liverpool heimsækir West Ham.

Manchester United heimsækir nýliða Leicester City á sunnudaginn á meðan Tottenham tekur á móti West Brom.

Ríkjandi meistarar Manchester City eiga svo heimaleik gegn toppliði Chelsea í stórleik helgarinnar og mögulega tímabilsins á meðan Everton leikur gegn Crystal Palace.

Laugardagur:
11:45 QPR - Stoke City (Stöð 2 Sport 2)
14:00 Aston Villa - Arsenal (Stöð 2 Sport 2)
14:00 Swansea - Southampton (Stöð 2 Sport 4)
14:00 Burnley - Sunderland (Stöð 2 Sport 5)
14:00 Newcastle - Hull City (Stöð 2 Sport 6)
16:30 West Ham - Liverpool (Stöð 2 Sport 2)

Sunnudagur:
12:30 Leicester City - Manchester United (Stöð 2 Sport 2)
12:30 Tottenham - West Brom (Stöð 2 Sport 3)
15:00 Manchester City - Chelsea (Stöð 2 Sport 2)
15:00 Everton - Crystal Palace (Stöð 2 Sport 3)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner