Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 19. september 2014 07:00
Hafliði Breiðfjörð
FC vann Brygge Knattspyrnumót íslenskra liða í Danmörku
Sigurliðið.
Sigurliðið.
Mynd: Aðsend
Hið árlega Klakamót Íslenskra knattspyrnuliða var haldið dagana 12. - 14. september í Horsens á Jótlandi.

Margir Íslendingar ættu að kannst við ”Klakann” eins og mótið er alltaf kallað, en þetta var 33 árið í röð sem mótið er haldið, og það eitt og sér er í raun alveg magnað.

Í ár voru hátt í hundrað þáttakendur í átta liðum frá Danmörku og Lundi í Svíðþjóð. Mótið þótti ákaflega vel heppnað, og að vanda var mikið um líf og fjör þar sem 100 íslenskir karlmenn hittast til að skemmta sér við að spila knattspyrnu og njóta gyltra veiga og matar.

Það fór svo að sigurvegarar mótsins urðu FC Brygge frá Kaupmannahöfn eftir æsispennandi 2-1 sigur á Tungum Kniv frá Lundi í Svíþjóð. Þriðja sæti hlaut FC Island eftir vítaspyrnukeppni við gestgjafana frá Horsens.

FC Brygge getur því kallað sig besta íslenska knattspyrnulið Skandinavíu næsta árið og fram að næsta Klaka sem haldinn verður í Odense að ári.

Í leiðinni vilja þeir sem að Klakamótinu standa hvetja alla Íslendinga í Skandinavíu og ekki síður þá sem spila heima á Íslandi til að taka fyrstu eða aðra helgina í september 2015 frá til að koma og upplifa stemminguna á Klakanum, því hún er einstök.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner