Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. september 2014 16:30
Magnús Már Einarsson
Gylfi segir að lánstíminn hjá Swansea hafi hjálpað
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson telur að það að vera á láni hjá Swansea í nokkra mánuði árið 2012 eigi þátt í að hann hefur byrjað tímabilið vel.

Gylfi hefur skorað eitt mark og lagt upp fjögur í fyrstu fjórum umferðunum í ensku úrvalsdeildinni.

,,Þegar þú skiptir um félag þá tekur tíma að ná skilningi og samvinnu með öðrum í hópnum. Það að ég var hér áður hjálpaði mér að smella strax inn í liðið," sagði Gylfi.

,,Ég hef spilað með mönnum eins og Nathan (Dyer) og Wayne (Routledge) og það hjálpaði mér að aðlagast. Þeir vita hvernig ég spila og ég veit hvaða hlaup þeir taka. Það hjálpar mikið."

,,Ég þekki stjórann mjög vel líka svo það var allt til staðar fyrir mig til að koma hingað og sýna hvað í mér býr. Þetta hefur byrjað frábærlega hjá mér og liðinu og við getum verið ánægðir með að vera með níu stig eftir fjóra leiki."


Swansea mætir Southampton í ensku úrvalsdeildinni klukkan 14:00 á morgun en Tómas Þór Þórðarson mun lýsa leiknum beint á Stöð 2 Sport 4. Swansea er með 9 stig fyrir leikinn á meðan Southampton er með sjö stig.

,,Southampton voru mjög öflugir í síðasta leik. Þeir unnu Newcastle 4-0 og sýndu hversu hættulegir þeir geta verið," sagði Gylfi.

,,Þeir hafa staðið sig mjög vel miðað við hvað þeir misstu marga leikmenn í sumar og auðvitað skiptu þeir líka um stjóra. Við erum líka í svipaðri stöðu og við höfum líka staðið okkur mjög vel."
Athugasemdir
banner
banner