Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 19. september 2014 17:35
Fótbolti.net
Íslenski og enski á X-inu á morgun - Liverpool í brennidepli
Liverpool verður í aðalhlutverki.
Liverpool verður í aðalhlutverki.
Mynd: Getty Images
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 á morgun milli 12 og 14 verður tvískiptur. Í fyrri hlutanum einbeitum við okkur að enska boltanum en í seinni hlutanum verður enska hringborðið á sínum stað.

Þátturinn er á dagskrá alla laugardaga en umsjónarmenn eru Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson.

Það er spenna í Pepsi-deildinni þar sem enn er óráðið hvort FH eða Stjarnan hampi Íslandsmeistaratitlinum og hvaða lið fellur með Þór. Þriðja síðasta umferðin verður leikin á sunnudag og mun Tryggvi Guðmundsson spá í spilin.

Lokaumferðir 1. og 2. deildar verða á dagskrá á laugardag og mun Ágúst Þór Ágústsson skoða helstu leiki.

Þá verður góðvinur þáttarins Kristján Atli Ragnarsson á kop.is gestur við enska hringborðið. Rætt verður um helstu fréttir enska boltans en að sjálfsögðu verður Liverpool í brennidepli að þessu sinni.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner