fös 19. september 2014 12:30
Elvar Geir Magnússon
Roy Keane hefur góð áhrif á Aston Villa
Roy Keane á Villa Park.
Roy Keane á Villa Park.
Mynd: Getty Images
Aston Villa er með þrjá sigurleiki og eitt jafntefli eftir fyrstu fjórar umferðir ensku úrvalsdeildarinnar. Enskir fjölmiðlar telja að samvinna Roy Keane og Paul Lambert hafi haft mikið að segja.

Keane var ráðinn aðstoðarmaður Lambert í sumar og var sú ákvörðun umdeild. Keane hefur ekki náð góðum árangri á stjóraferli sínum og er þekktur fyrir stuttan kveikiþráð. Hann hefur þó svínvirkað fyrir Villa.

„Hann á það til að vera virkur eins og eldfjall en það hjálpar okkur bara. Þetta heldur okkur algjörlega á tánum. Hann fær mann til að leggja sig enn betur fram," segir Alan Hutton og Joe Cole tekur í sama streng:

„Þegar hann talar þá hlustar fólk. Allir eru sammála um hversu gott andrúmsloftið í hópnum er núna. Stjórinn og Roy eiga hrósið skilið."

Spurning er hvort Arsenal nái að stöðva gott gengi Aston Villa þegar liðin mætast á morgun í úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner