Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
   mán 19. september 2016 19:24
Magnús Már Einarsson
Arnar Grétars: Hefði getað gert 11 skiptingar í fyrri hálfleik
Arnar á hliðarlínunni í kvöld.
Arnar á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum drulluheppnir að fá stig. Ég hefði getað gert 11 skiptingar í fyrri hálfleik, við vorum það lélegir," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-1 jafnteflið gegn ÍBV í kvöld. Arnar var ósáttur með frammistöðu sína manna í leiknum en Eyjamenn voru nær því að landa stigunum þremur.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 ÍBV

„ÍBV voru miklu betri á öllum sviðum. Þeir voru líkamlega sterkari og fóru í boltann til að vinna. Það var vitað að þeir myndu spila fast. Fótbolti er karlmannsíþrótt og við þurfum að taka á móti þeim. Við gerðum það ekki og vorum undir."

Með jafnteflinu í kvöld er ljóst að FH er Íslandsmeistari annað árið í röð.

„Ég vil nota tækifærið og óska FH-ingum til hamingju með titilinn. Ég hefði viljað halda þessari spennu aðeins lengur en við áttum ekkert skilið í þessum leik. Það er bara þannig," sagði Arnar.

Annað árið í röð tryggir FH sér tititlinn áður en kemur að lokaumferðinni. Hvað þurfa Blikar að gera til að komast nær FH-ingum á næsta ári?

„Við þurfum að vera stöðugari í því sem við erum að gera og nýta færin betur. Eins og í þessum leik, þetta er baráttuleikur og þar finnst mér við vera undir. Það er eitthvað sem við þurfum að bæta í okkar leik. Það á ekki að vera hægt að valta yfir okkur."

„Flestir strákarnir þarna eru í toppstandi og líkamlega sterkir. Ef það er keyrt í þig þá þarftu að mæta því. Fótbolti er líkamleg íþrótt og menn þurfa að mæta því. FH-ingarnir eru sterkir í því. Þeir eru góðir í að halda bolta og þeir eru líkamlega sterkir. Það er kannski munurinn á þeim og liðunum sem eru að elta þá,"
sagði Arnar.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner