Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 19. september 2017 13:30
Magnús Már Einarsson
25 bestu ungu leikmenn í heimi
Ousmane Dembele er á listanum.
Ousmane Dembele er á listanum.
Mynd: Getty Images
Ítalska blaðið Tuttosport hefur tilnefnt 25 leikmenn sem koma til greina í vali á besta unga leikmanni ársins.

Tuttosport hefur í áraraðir staðið fyrir þessu vali en þar er valinn besti leikmaður í heimi af leikmönnum sem eru 21 árs og yngri.

Portúgalski miðjumaðurinn Renato Sanches vann verðlaunin í fyrra, Anthony Martial árið 2015 og Raheem Sterling árið 2014.

Sigurvegarinn í ár verður krýndur í næsta mánuði en það eru blaðamenn stærstu blaða í Evrópu sem velja.

25 manna listinn
Aarón Martin (Espanyol)
Jean-Kévin Augustin (RB Leipzig)
Rodrigo Bentacur (Juventus)
Steven Bergwijn (PSV Eindhoven)
Dominic Calvert-Lewin (Everton)
Federico Chiesa (Fiorentina)
Ousmane Dembele (Barcelona)
Amadou Diawara (Napoli)
Kasper Dolberg (Ajax)
Gianluigi Donnarumma (AC Milan)
Gabriel Jesus (Manchester City)
Joe Gomez (Liverpool)
Benjamin Henrichs (Bayer Leverkusen)
Borja Mayoral (Real Madrid)
Kylian Mbappé (PSG)
Emre Mor (Celta Vigo)
Reece Oxford (Borussia Mönchengladbach)
Christian Pulisic (Borussia Dortmund)
Marcus Rashford (Manchester United)
Allan Saint-Maximim (Nice)
Dominic Solanke (Liverpool)
Theo Hernandez (Real Madrid)
Youri Tielemans (Monaco)
Enes Ünal (Villarreal)
Kyle Walker-Peters (Tottenham)
Athugasemdir
banner
banner
banner