Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. september 2017 06:00
Stefnir Stefánsson
Adrien Silva farinn aftur til Portúgals
Framtíð hans er í mikilli óvissu
Framtíð hans er í mikilli óvissu
Mynd: Getty Images
Adrien Silva, fyrrum leikmaður Sporting, hefur snúið aftur til heimalands síns Portúgal en hann hefur dvalið á Englandi síðan stuttu eftir lok félagaskiptagluggans þann 31. ágúst síðastliðinn.

Sporting samþykkti 22 milljón punda tilboð Leicester í miðjumanninn en vesen á pappírum varð til þess að FIFA leyfði félagaskiptunum ekki að ganga í gegn. Gögnin bárust 14 sekúndum eftir að glugganum hafði verið lokað.

„Hann og kona hans eiga von á barni bráðlega, svo að við leyfðum honum að fara aftur til Portúgal til að eyða tíma með fjölskyldu sinni." sagði Craig Shakespeare stjóri Leicester.

Silva sem er 28 ára gamall hefur aðeins spilað þrjá leiki á þessu tímabili, allir með Sporting áður en að áætluð vistaskipti hans til Leicester komu upp. Hann var hluti af Portúgalska landsliðinu sem varð Evrópumeistari í fyrra. Hann er óviss með framtíð sína og þá hangir landsliðssæti hans á bláþræði fái hann ekki að spila áður en að heimsmeistaramótið fer fram næsta sumar.

„Samtöl mín við hann hafa einungis verið stutt," bætti Shakespeare við.

„En að sjálfsögðu er hann að hugsa um heimsmeistaramótið. En ég tel þó að hann sé aðallega að hugsa um að reynt verði að finna lausn á þessu vandamáli sem fyrst."
Athugasemdir
banner