Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. september 2017 09:00
Magnús Már Einarsson
Bestur í Inkasso: Fékk létta sprungu í lærlegginn
Viktor Jónsson (Þróttur R.)
Viktor Jónsson.
Viktor Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Liðið spilaði frábærlega, sérstaklega í fyrri hálfleik og fannst mér við loksins ná að sýna okkar rétta andlit sem lið. Okkur hefur fundist okkur vanta þetta litla extra en þetta small bæði varnarlega og sóknarlega á laugardaginn og við unnum loksins sannfærandi sigur," sagði Viktor Jónsson, framherji Þróttar R, við Fótbolta.net í dag.

Viktor er leikmaður umferðarinnar í Inkasso-deildinni en hann skoraði tvö mörk og var mjög ógnandi í 4-0 sigri á Selfyssingum á laugardaginn.

Viktor gerði sig líklegan til að ná þrennunni en það gekk ekki. Er hann svekktur með það?

„Svekktur og ekki svekktur. Ég var ekki saddur og þegar maður er kominn með tvö mörk er maður alltaf að leita að þessu þriðja marki en ég ætla ekki að kvarta mikið yfir tveimur mörkum, stoðsendingu og sigri. Þó að sigurinn telji kannski ekki eins mikið núna þá er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki," sagði Viktor en Þróttarar misstu endanlega af sæti í Pepsi-deildinni eftir úrslitin á laugardag.

Viktor missti af byrjun tímabils vegna meiðsla sem hann varð fyrir á undirbúningstímabilinu.

„Ég fékk víst einhverja létta sprungu í lærlegginn á mér og fékk beinmar í hnéð í framhaldi af því. Við héldum lengi vel að krossbandið hefði hlotið eitthvern skaða en sem betur fer var það ekki," sagði Viktor sem náði að snúa fyrr inn á völlinn en áætlað var.

„Já, töluvert. Við vorum að horfa á að ég kæmi inn í þetta í seinni umferðinni en batinn gekk vonum framar og ég var kominn á bekkinn í fjórða eða fimma leik."

Viktor er kominn með tólf mörk í sautján leikjum í Inkasso-deildinni í sumar. „Ég er nokkuð ánægður með tímabilið hjá mér. Ég náði að afreka flest öll mín persónulegu markmið."

Viktor sló í gegn á láni hjá Þrótti sumarið 2015 en í fyrra lék hann með uppeldisfélagi sínu Víkingi R. í Pepsi-deildinni. Viktor kom aftur í Þrótt síðastliðinn vetur og hann stefnir á að leika áfram í Laugardalnum næsta sumar.

„Eins og staðan er núna já. Ég er samningsbundinn og mér líður mjög vel hérna. Köttararnir, strákarnir og þjálfarateymið er gjörsamlega frábært og ég nýt þess í botn að vera í kringum svona gott fólk. Það skilar sér líka inn á völlinn en auðvitað vil ég spila í Pepsi deildinni og draumurinn hefði verið að fara upp núna með þessu liði," sagði Viktor að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 20. umferð - Dagur Ingi Valsson (Leiknir F.)
Bestur í 19. umferð - Haukur Ásberg Hilmarsson (Haukar)
Bestur í 18. umferð - Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Bestur í 17. umferð - Eyjólfur Tómasson (Leiknir R.)
Bestur í 16. umferð - Marc McAusland (Keflavík)
Bestur í 15. umferð - Arnar Freyr Ólafsson (HK)
Bestur í 14. umferð - Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Bestur í 13. umferð - Orri Sigurjónsson (Þór)
Bestur í 12. umferð - Pétur Steinn Þorsteinsson (Grótta)
Bestur í 11. umferð - Daníel Snorri Guðlaugsson (Haukar)
Bestur í 10. umferð - Bjarni Gunnarsson (HK
Bestur í 9. umferð - Björgvin Stefánsson (Haukar)
Bestur í 8. umferð - Kristinn Justiniano Snjólfsson (Leiknir F.)
Bestur í 7. umferð - Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík)
Bestur í 6. umferð - Ísak Óli Ólafsson (Keflavík)
Bestur í 5. umferð - Arnar Darri Pétursson (Þróttur)
Bestur í 4. umferð - Emil Ásmundsson (Fylkir)
Bestur í 3. umferð - Víðir Þorvarðarson (Þróttur)
Bestur í 2. umferð - Andy Pew (Selfoss)
Bestur í 1. umferð - Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Athugasemdir
banner