Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 19. september 2017 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Celta Vigo sektað fyrir lélega mætingu á völlinn
Það hefur gengið erfiðlega hjá Celta að fá fólk á völlinn.
Það hefur gengið erfiðlega hjá Celta að fá fólk á völlinn.
Mynd: Getty Images
Celta Vigo hefur fengið sekt frá spænsku úrvalsdeildinni. Ástæðan fyrir sektinni er léleg mæting á heimavöll liðsins.

Samkvæmt reglum spænska knattspyrnusambandsins þurfa lið sem leika í spænsku úrvalsdeildinni að fylla 70% sæta á hverjum einasta heimaleik í deildinni. Celta hefur ekki tekist að gera það í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins og því hefur félagið verið sektað.

Celta hefur mætt Alaves og Real Sociedad í fyrstu tveimur heimaleikjum sínum á tímabilinu.

Í kringum 17 þúsund manns hafa mætt á báða leikina, en heimavöllur liðsins, Balaidos, tekur 29 þúsund manns.

Næsti heimaleikur Celta er á fimmtudaginn gegn Getafe, en forráðamenn liðsins eru áhyggjufullir fyrir þann leik. Þeir hafa því ákveðið að ligga miðaverð til muna.
Athugasemdir
banner
banner
banner