Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 19. september 2017 18:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea ætlar ekki að áfrýja rauða spjaldi David Luiz
Mynd: Getty Images
Chelsea ætlar ekki að áfrýja rauða spjaldinu sem varnarmaðurinn David Luiz fékk gegn Arsenal um síðustu helgi.

Þetta staðfesti Antonio Conte, stjóri Chelsea, þegar hann ræddi við blaðamenn í dag.

Luiz fékk að líta rauða spjaldið fyrir ljótt brot á Sead Kolasinac, varnarmanni Arsenal.

„Nei, ég held að staðan sé frekar augljós," sagði Conte þegar hann var spurður út í hvort Chelsea myndi áfrýja rauða spjaldinu. „Nú er mikilvægt að halda áfram."

Chelsea mætir Nottingham Forest í enska deildabikarnum á morgun og hefst sá leikur á slaginu 18:45.
Athugasemdir
banner
banner
banner