Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 19. september 2017 19:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dugarry lætur Neymar heyra það - „Finn til með Cavani"
Mynd: Getty Images
Christophe Dugarry, fyrrum landsliðsmaður Frakklands, vandar Brasilíumanninum Neymar ekki kveðjurnar.

Neymar hefur komið sér í fréttirnar eftir að hann reifst við Edinson Cavani, liðsfélaga sinn, um vítaspyrnu. Neymar vildi taka vítaspyrnuna, en Cavani tók hana á endanum.

Dugarry segir að Neymar, sem var keyptur frá Barcelona fyrir tæpar 200 milljónir punda í sumar, verði að sætta sig við það að hann stjórni ekki hlutunum hjá Paris Saint-Germain.

„Cavani hefur verið þarna í fjögur ár og hann er ekki sú týpa sem gerir lífið erfitt," sagði Dugarry.

„Neymar er frábær leikmaður. Hann mun stjórna PSG, en hann mun ekki gera það vegna þess að hann kostaði 222 milljónir evra, hann mun gera það þegar hann er búinn að vinna hluti með PSG. Unai Emery verður að grípa inn í."

Dugarry finnur til með Cavani.

„Ég finn til með Cavani. Hann hleypur eins og brjálæðingur allan leikinn. Hann segir aldrei neitt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner