þri 19. september 2017 07:00
Stefnir Stefánsson
Herrera: Skylda fyrir City að vinna deildina
Mynd: Getty Images
Ander Herrera, miðjumaður Manchester United, hefur skotið föstum skotum á granna sína í Manchester City.

Miðjumaðurinn lét hafa eftir sér í viðtali að það væri skylda fyrir Manchester City að vinna deildina í ár, gefið hversu miklum fjárhæðum félagið væri búið að eyða í leikmannakaup síðustu ár.

„Við unnum þrjá titla í fyrra og City vann ekki neitt" sagði Herrera og hélt áfram, „Það eru þeir sem eru undir pressu, það er skylda fyrir þá að fara að vinna titla. Við unnum þrjá í fyrra svo að pressan er mun meiri á þeim heldur en nokkurntímann okkur."

„En hinsvegar veistu að þegar þú spilar fyrir Manchester United þá er gerð krafa um að vinna flesta leiki, og með þessari kröfu fylgir skylda, ég kann vel við þessa kröfu ef ég á að vera alveg hreinskilinn." sagði Herrera en Manchester United hafa byrjað þetta tímabil frábærlega rétt eins og grannar þeirra í City.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner