Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. september 2017 19:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Guðni og Gummi Tóta spiluðu í sigri - Oliver kom inn á
Jón Guðni er einn besti varnarmaður sænsku úrvalsdeildarinnar.
Jón Guðni er einn besti varnarmaður sænsku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Það voru leikir að klárast í Svíþjóð og Noregi nú rétt í þessu.

Guðmundur Þórarinsson og Jón Guðni Fjóluson spiluðu báðir 90 mínútur þegar Norrköping spilaði gegn Hacken í sænsku úrvalsdeildinni. Norrköping vann öruggan 4-1 sigur.

Skagamaðurinn ungi Arnór Sigurðsson spilaði einnig í leiknum, en hann kom inn á sem varamaðu á 84. mínútu.

Norrköping er núna í fimmta sæti deildarinnar með 40 stig.

Í Noregi spilaði Oliver Sigurjónsson síðan síðustu mínúturnar þegar Bodø/Glimt, hafði betur gegn Tromsdalen í norsku 1. deildinni.

Oliver kom til Bodø/Glimt frá Breiðabliki í sumar, en hann hefur mikið verið á bekknum síðan hann hélt til Noregs.

Bodø/Glimt er á hraðleið upp í norsku úrvalsdeildina.
Athugasemdir
banner
banner