þri 19. september 2017 06:00
Stefnir Stefánsson
Klopp: Hef ekki áhyggjur af góðri byrjun Manchester liðanna
Jurgen Klopp
Jurgen Klopp
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að hann hafi ekki teljandi áhyggjur af góðri byrjun Manchester liðanna, Manchester United og Manchester City í deildinni í ár. Þá telur hann ekki að góð byrjun þeirra hafi sett aukna pressu á sig og leikmenn sína.

Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Burnley um síðustu helgi á meðan að Manchester liðin unnu sína leiki mjög sannfærandi. Liðið er nú í áttunda sæti fimm stigum á eftir Manchester City og Manchester United.

Liðið á leik við Leicester í kvöld í deildarbikarnum og segist Klopp lýta á það sem tækifæri til að vinna titil.

„Ég finn ekki fyrir pressu, ég lýt á þetta sem tækifæri. Fyrir mér er þetta frábært tækifæri til að gera eitthvað virkilega gott. Þetta er tækifæri á að vinna mjög áhugaverða bikarkeppni."

„Ég sá leikina hjá United og City vegna þess að það voru áhugaverðir leikir til að sjá, en það er ekki hluti af starfi mínu að telja stigin sem munar á okkur og þeim í deildinni og segja „Allt í góðu, þeir hafa núna þetta mikla forystu". Þeir eru augljóslega að spila vel núna og eru í frábæru formi." bætti Þjóðverjinn við.

„Svona er staðan núna. Svo framarlega sem að við erum einbeittir, tilbúnir, með rétt hugarfar, og missir þig ekki í græðgi þá þarft þú ekki að spá í hinum liðinum. sagði Klopp að lokum sem virðist hvergi smeykur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner