Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 19. september 2017 06:00
Stefnir Stefánsson
Pochettino: Hvar eru Wigan í dag?
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino segir að það væru stór mistök hjá Tottenham að setja deildarbikarinn eða FA bikarinn í forgang yfir deild eða Meistaradeildina.

Þá segir hann einnig að pressan á Tottenham eigi að vera að vinna deildina og reyna að fara eins langt og þeir geta í Meistaradeild Evrópu.

„Fyrir mér eru þessir tveir bikarar lang stærstir, Að sjálfsögðu væriég væri alveg til í að vinna deildarbikarinn eða FA bikarinn, fyrir stuðningsmenn okkar. En ég tel að Tottenham eigi að setja sér það markmið fyrst að vinna deildina og svo reyna að vinna Meistaradeildina."

Sagði Pochettino á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Barnsley í deildarbikarnum í gær, en liðin mætast í dag klukkan 20:00.

„Ég held að ef við myndum ætla okkur að vinna FA bikarinn og deildarbikarinn og gefa skít í deildina og Meistaradeild Evrópu þá værum við að gera mjög stór mistök."

Pochettino tók dæmi um Wigan Athletic sem unnu FA bikarinn árið 2013.

„Fyrir stór lið í Evrópu þegar það er talað um að þau eigi að vinna titla þá er átt við um deildina eða Meistaradeildina. Ég man eftir góðu dæmi, þegar ég var á öðru tímabili með Southampton þá unnu Wigan FA bikarinn.Frábært afrek hjá þeim, En með fullri virðingu fyrir þeim en hvar eru þeir í dag?"
Athugasemdir
banner
banner
banner