þri 19. september 2017 07:30
Stefnir Stefánsson
Segir að Chris Wood hefði ekki átt að yfirgefa Leeds fyrir Burnley
Chris Wood hefur byrjað vel hjá Burnley
Chris Wood hefur byrjað vel hjá Burnley
Mynd: Getty Images
Ný-Sjálendingurinn Chris Wood hefur byrjað tímabilið hjá Burnley frábærlega eftir að hann kom frá Leeds þar sem hann skoraði 30 mörk á síðasta tímabili í öllum keppnum.

Hann var keyptur í sumarglugganum frá Leeds til Burnley fyrir 15 milljónir punda.

Fyrrum liðsfélagi hans Stuart Dallas segir að það hafi verið mistö hjá Wood að skipta yfir til Burnley og hann segir að hann hefði viljað sjá hann taka að hið minnsta eitt tímabil í viðbót á Elland Road.

„Ég vil ekki hljóma eins og ég sé með neina vanvirðingu, en það er líf eftir Chris Wood hjá okkur. sagði Dallas.

„Hann valdi að fara og spila í úrvalsdeildinni, það var hans val svo ég óska honum bara góðs gengis þar. Leikmenn koma og fara, það er staðreynd í fótboltanum. En ég tel að þetta hafi verið mistök hjá honum" sagði Dallas.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner