Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 19. september 2017 15:30
Magnús Már Einarsson
Shakespeare vill að Gray geri eins og Ronaldo
Sjaldséð sjón.  Gray að skora.
Sjaldséð sjón. Gray að skora.
Mynd: Getty Images
Craig Shakespeare, stjóri Leicester, vonast til að kantmaðurinn Demarai Gray geri nýjan samning við félagið á næstunni.

Hinn 21 árs gamli Gray var á óskalista Bournemouth og Tottenham í sumar en Leicester vildi ekki selja hann.

Gray hefur einungis skorað þrjú mörk síðan hann kom til Leicester frá Birmingham í fyrra en hann hefur fengið gagnrýni fyrir að skora ekki nóg af mörkum og leggja ekki nógu mikið upp.

„Fólk gagnrýndi Ronaldo fyrir það sama. Með því að spila marga leiki og öðlast reynslu þá kemur það," sagði Shakespeare.

„Ef að andstæðingurinn setur tvo varnarmenn til höfuðs þér og þú reynir alltaf að hafa betur en þeir þá þarftu að finna aðra lausn. Fótboltinn snýst um það að finna rétta lausn á réttu augnabliki."
Athugasemdir
banner
banner
banner