Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. september 2017 20:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Bayern á stað sem þeir þekkja vel
Alfreð og félagar unnu spútniklið síðasta tímabils
Bayern kann vel við sig á toppnum.
Bayern kann vel við sig á toppnum.
Mynd: Getty Images
Alfreð í leik gegn RB Leipzig á síðasta tímabili.
Alfreð í leik gegn RB Leipzig á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Þýskalandsmeistararnir í Bayern München eru á stað sem þeir þekkja býsna vel, þeir eru á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar.

Þeir komust á toppinn með öruggum sigri á Schalke í kvöld. Robert Lewandowski byrjar tímabilið vel og hann skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu. James Rodriguez bætti við öðru markinu og það þriðja gerði miðjumaðurinn öflugi, Arturo Vidal, í seinni hálfleik.

Bayern komst upp fyrir erkifjendur sína í Dortmund með sigrinum. Þeir eru núna á toppnum með 12 stig. Dortmund getur endurheimt toppsætið ef þeir vinna leik sinn í Hamborg á morgun.

Alfreð Finnbogason var einnig að spila í kvöld. Hann og hans félagar byrja tímabilið af feiknarkrafti, en þeir eru núna í þriðja sæti eftir 1-0 sigur á spútnikliðinu frá því á síðasta tímabili, RB Leipzig.

Alfreð lagði upp sigurmark Augsburg í leiknum.

Þá vann Borussia Mönchengladbach 2-0 sigur á Stuttgart og Wolfsburg og Werder Bremen 1-1 jafntefli.

Borussia M. 2 - 0 Stuttgart
1-0 Raffael ('57 )
2-0 Raffael ('74 , víti)

Schalke 04 0 - 3 Bayern
0-1 Robert Lewandowski ('25 , víti)
0-2 James Rodriguez ('29 )
0-3 Arturo Vidal ('75 )

Augsburg 1 - 0 RB Leipzig
1-0 Michael Gregoritsch ('4 )

Wolfsburg 1 - 1 Werder
1-0 Divock Origi ('28 )
1-1 Fin Bartels ('56 )
Athugasemdir
banner
banner