Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 19. september 2017 06:30
Stefnir Stefánsson
Tottenham undirbúa nýjan samning fyrir Alli
Mynd: Getty Images
Tottenham Hotspur eru sagðir vera tilbúnir að bjóða Dele Alli nýjan samning sem mun setja hann í hóp með launahæstu leikmönnum liðsins.

Launaþak er hjá Tottenham en þeir Harry Kane, Hugo Lloris og Christian Eriksen eru sem stendur launahæstu leikmenn liðsins með 100 þúsund pund á viku.

Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham er þó sagður vera reiðubúinn að bjóða Alli einnig 100 þúsund pund á viku fyrir langtíma samning við félagið.

Tottenham þurfti að horfa á eftir Kyle Walker fara frá félaginu í sumar en hann gekk til liðs við Manchester City þar sem hann fékk mun betur borgað. Þá hefur Danny Rose einnig viðrað skoðanir sínar um launamál en honum finnst hann ekki vera á nógu góðum samning hjá Tottenham miðað við getu hans.

Alli skrifaði undir nýjan samning við Tottenham fyrir ári síðan en sá samningur rennur út í júní 2022. Hann þénar sem stendur um 50 þúsund pund á viku, en virðist nú vera að fá tvöfalt hærri laun hjá Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner