Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 19. september 2017 11:34
Elvar Geir Magnússon
Víkingar ræða við Castillion - „Maður veltir stöðugt fyrir sér: Hvað ef?"
Geoffrey Castillion hefur verið frábær.
Geoffrey Castillion hefur verið frábær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er eðlilegt að velta því fyrir sér hver staða Víkings R. væri í Pepsi-deildinni í dag ef hollenski sóknarmaðurinn Geoffrey Castillion hefði haldist heill allt tímabilið?

„Það er alveg rétt. Maður veltir stöðugt fyrir sér: Hvað ef?" segir Logi Ólafsson, þjálfari Víkinga.

Castillion, sem er 26 ára, hefur skorað 9 mörk í þeim 14 leikjum sem hann hefur spilað en hann meiddist snemma móts og fór í endurhæfingu heim til Hollands. Hann hefur verið frábær að undanförnu.

„Hann er býsna sterkur þarna frammi. Við erum nánast senterslausir á þessum tíma þegar hann er meiddur. Ivica (Jovanovic) var að spila frammi og er kannski ekki vanur að vera þar. Svo fer hann í burtu og við vissum ekki hvernig Castillion myndi koma út úr þessum meiðslum. Við fengum Nikolaj Hansen og hann kom með frábæra innkomu í gær. Við þurftum að vera með eitthvað plan ef Castillion kæmi ekki til baka," segir Logi.

Logi gerði samning við Víkinga út næsta tímabil og segir að ekkert annað sé í kortunum en að hann haldi áfram. Skiljanlega vill hann halda Castillion.

„Við reynum auðvitað að halda honum. Nú standa yfir samningaviðræður við hann og við reynum að ljúka þeim."

Víkingur R. verður áfram í Pepsi-deildinni en það varð ljóst eftir sigurinn gegn nöfnum þeirra í Ólafsvík í gær.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner