þri 19. september 2017 14:12
Magnús Már Einarsson
Welbeck frá keppni fram yfir landsleikjahlé
Welbeck á æfingu hjá Arsenal.
Welbeck á æfingu hjá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Danny Welbeck, framherji Arsenal, verður frá keppni næstu vikurnar eftir nárameiðsli sem hann varð fyrir gegn Chelsea.

Welbeck hefur byrjað tímabilið af fínum krafti og skorað þrjú mörk í fyrstu fimm umferðunum í ensku úrvalsdeildinni.

Ljóst er að Welbeck verður ekkert með Arsenal fyrr en í fyrsta lagi gegn Watford þann 14. október í fyrsta leik eftir landsleikjahlé.

„Danny fer í skoðun í dag. Við vitum ekki hversu slæm nárameiðslin eru en hann verður klárlega frá keppni þar til í landsleikjahléinu," sagði Arsene Wenger í dag.

Francis Coquelin verður einnig frá keppni næstu vikurnar að sögn Wenger.

Arsenal mætir Doncaster í enska deildabikarnum á morgun og þar ætlar Wenger að gefa leikmönnum sénsinn. Jack Wilshere og Calum Chambers verða á meðal þeirra sem fá tækifæri þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner