Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. september 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Wilshere til West Ham?
Powerade
WIlshere er orðaður við West Ham.
WIlshere er orðaður við West Ham.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin keppast við að finna slúður þó að félagaskiptaglugginn sé lokaður.



Chelsea hefur sagt Atletico Madrid að kaupa Diego Costa (28) á 57 milljónir punda eða sleppa því. (Marca)

Dele Alli (21) er ekki í viðræðum við Tottenham um nýjan samning að sögn Mauricio Pochettino, stjóra liðsins. (Daily Express)

Marouane Fellaini (29) á ennþá eftir að samþykkja nýjan samning hjá Manchester United. (Daily Mail)

Sunderland segir að 30 milljóna punda sala á markverðinum Jordan Pickford (23) til Everton í sumar hafi verið nauðsynleg til að halda félaginu á floti. (Daily Mirror)

Jack Wilshere (25) vill fara frá Arsenal til West Ham. (Daily Star)

Manchester City ætlar að reyna að fa markvörðinn Berke Ozer (17) frá Altinordu í Tyrklandi. (Turkish-Football.com)

Gabriel Jesus (20), framherji Manchester City, sem er með 70 þúsund pund í laun á viku, gæti fengið góða launahækkun eftir frábæra frammistöðu síðan hann kom til félagsins í byrjun árs. (Daily Telegraph)

Eden Hazard (26), leikmaður Chelsea, segist einungis ætla að spila með Lille ef hann fer aftur í franska boltann. Áfall fyrir PSG sem hefur áhuga á honum. (Metro)

Félög í ensku úrvalsdeildinni ætla að reyna að nýta sér það að Huddersfield sé að loka akademíu sinni með því að fá unga leikmenn þaðan. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner