banner
   sun 19. október 2014 23:00
Alexander Freyr Tamimi
Ancelotti reyndi að fá Steven Gerrard
Steven Gerrard hefur haldið tryggð við Liverpool.
Steven Gerrard hefur haldið tryggð við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti segir að hann hafi reynt að fá Steven Gerrard til liðs við sig frá Liverpool þegar hann var þjálfari AC Milan, en að það hafi reynst ómögulegt.

Ancelotti, sem nú stýrir Real Madrid, var þjálfari AC Milan á árunum 2001-2009 og gerði liðið til að mynda tvisvar að Evrópumeisturum.

Hann viðurkennir að tilhugsunin um Gerrard og Andrea Pirlo saman á miðjunni hafi verið mjög góð en það gekk þó aldrei upp að gera hana að veruleika.

,,Gerrard er leiðtogi. Hann er frábær leikmaður, sá mikilvægasti sem Liverpool á. Hann er þeirra Paolo Maldini," sagði Ancelotti við The Sun.

,,Hann er einn af þessum leikmönnum sem ég hefði elskað að þjálfa. Ég hugsaði svo oft um að fá hann þegar ég var hjá Milan."

,,En það var ómögulegt, því hann var svo tengdur Liverpool. Við heyrðum í honum en hans samband við Liverpool var órjúfanlegt."

,,Ég man ekki nákvæmlega hvaða ár við reyndum, en við reyndum. Auðvitað vildi ég sjá hann og Pirlo saman á miðjunni, það hefði verið frábær blanda."


Athugasemdir
banner
banner
banner