Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 19. október 2014 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ancelotti: Ronaldo gerir ómögulega hluti
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid á Spáni, hrósaði Cristiano Ronaldo, leikmanni liðsins, í hástert eftir 0-5 sigur á Levante í gær.

Ronaldo gerði tvö mörk er Real Madrid fór illa með Levante í gær en portúgalski snillingurinn er kominn með 15 mörk í fyrstu átta leikjum tímabilsins á Spáni.

Hann sló þar með met Esteban Echevarria hjá Real Oviedo en hann skoraði 14 mörk í fyrstu átta umferðum deildarinnar tímabilið 1943-44.

,,Það sem Ronaldo gerir er ómögulegt. Hann verður að halda áfram á sömu braut og við verðum að hjálpa til við að halda því gangandi," sagði Ancelotti.
Athugasemdir
banner