Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. október 2014 19:30
Alexander Freyr Tamimi
Gylfi Þór: Við munum komast á skrið
Gylfi og félagar töpuðu gegn Stoke.
Gylfi og félagar töpuðu gegn Stoke.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson er sannfærður um að Swansea geti komist aftur á sigurbraut eftir 2-1 tap gegn Stoke í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Íslenski landsliðsmaðurinn var á sínum stað í byrjunarliði Swansea, sem þurfti að sætta sig við svekkjandi tap á Britannia leikvangnum, en liðið hefur tapað þremur leikjum og gert tvö jafntefli í síðustu fimm leikjum.

,,Gæðin í liðinu eru næg til að við getum komið til baka," sagði Gylfi Þór.

,,Um leið og við náum næsta sigri er ég sannfærður um að við getum komist á gott skrið líkt og í byrjun tímabilsins."

,,Við vissum að það yrði erfitt að mæta til Stoke. Við byrjuðum samt mjög vel og komumst verðskuldað yfir. Við höfðum skapað nokkur góð færi."

,,Það var virkilega svekkjandi að fá þetta víti á sig, annars hefðum við farið inn í leikhlé með forystuna. Sigurmarkið þeirra var líka mjög svekkjandi, því við áttum allavega skilið að fá jafntefli."

Athugasemdir
banner
banner
banner